miðvikudagur, 29. október 2008

Sýning, 01.11.08 í Populus Tremula laugardag og sunnudag 14-17 aðeins þessi eina helgi.
8-villt
Við Akureyringar erum víst þekkt fyrir að tala í 8-um, en það hentar mér alveg ágætlega þar sem ég er súkkat þegar kemur að hægri og vinstri, þoli það t.d ekki ef einhver segir mér að beygja til hægri og ég er undir stýri, ég fer alveg í klessu og beygi í til vinstri.
Ætli ég hafi ekki verið í kringum 8 ára þegar mér voru kenndar 8-irnar hér í Eyjafirðinum. Vaðlaheiði í austur, Hlíðarfjall í vestur, Súlur í suður og út fjörðinn í norður. Ég verð að viðurkenna að lengi vel gat ég ekki nefnt 8-ir nema hafa þessi kennileiti í kringum mig og yfirleitt er ég alveg 8-villt nema hér heima, þó eru undantekningar þar sem sést til sjós, þá á ég meiri séns.
Út fjörðinn og fram fjörðinn vafðist lengi vel fyrir mér, og er í raun enn að trufla mig. Ég var alltaf á leiðinni útá flugvöll, þá var ég leiðrétt og bent á að ég væri á leiðinni fram á flugvöll. Eins sagðist ég alltaf vera á leiðinni út í sveit en þar sem sveitin var Höskuldsstaðir sem staðsettir eru fram í firði var ég á leiðinni fram í sveit.
Eitt sem ég hef enga skýringu á er þegar við Akureyringar tölum um uppá brekku, burtséð frá því hvort þú sért staddur niður á eyri að uppi í þorpi! Eins erum við alltaf á leiðinni uppá sjúkrahús, þar er sama sagan, það er alveg sama hvar við erum stödd á Akureyri þá erum við á leiðinni uppá sjúkrahús. svo er það inn í innbæ! hvað er það...
Þrátt fyrir þessa sérvisku okkar Akureyringa þá er ég alltaf stolt þótt það sé verið að gera létt grín af mér og ár-8 minni að tala í 8-um. Mig langaði að upphefja ár-8-una og festa hana á striga svo aðrir njóti hennar með mér.
Vonandi komast flestir..sjáumst hress....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég mæti - kv. selma

herdís björk sagði...

hæ, vissi ekki að þú værir með síðu...gaman að kíkja ;)

Nafnlaus sagði...

Sæl GVaka.
Flott hjá þér. Það er nauðsynlegt að 8-sig á 8-unum, líka "úti í þorpi."
Ég kem!
kjh

DaLí Gallery sagði...

Hæ vinkona, bestu hamingjuóskir og takk fyrir skemmtilega artífartí helgi :-)Flottust!
Kveðja Dagrún