laugardagur, 20. september 2008

Sýningar...Sýningar

Verð nú bara að minnast aðeins á sýningu sem ég tók þátt í, í sumar. Staðfugl Farfugl hét hún og var um allan Eyjafjörð. Við Grálistar tókum að sjálfsögðu þátt í þeirri sýningu, einnig tóku sum okkar þátt á eigin vegum. Þessi samsýning var haldin af Georg Hollanders og Víðáttu, þarna komu fram hinir ýmsu listamenn frá hinum ýmsu löndum. Frá mér séð fannst mér alveg frábært að fá að taka þátt í sýningu af þessari stærðargráðu og mikill heiður.
Mín verk voru utan á Djúpárvirkjun en þar var Krumminn allsráðandi. Ekki amalegt að sjá krumma í mynd og svo heimaparið úr gilinu þar sem virkjunin er.

Myndirnar voru þrjár, miðillinn var ljósmynd á segl.

Minni á næstu sýningu....1. nóvember í populus tremula.

Engin ummæli: