miðvikudagur, 29. október 2008

Sýning, 01.11.08 í Populus Tremula laugardag og sunnudag 14-17 aðeins þessi eina helgi.
8-villt
Við Akureyringar erum víst þekkt fyrir að tala í 8-um, en það hentar mér alveg ágætlega þar sem ég er súkkat þegar kemur að hægri og vinstri, þoli það t.d ekki ef einhver segir mér að beygja til hægri og ég er undir stýri, ég fer alveg í klessu og beygi í til vinstri.
Ætli ég hafi ekki verið í kringum 8 ára þegar mér voru kenndar 8-irnar hér í Eyjafirðinum. Vaðlaheiði í austur, Hlíðarfjall í vestur, Súlur í suður og út fjörðinn í norður. Ég verð að viðurkenna að lengi vel gat ég ekki nefnt 8-ir nema hafa þessi kennileiti í kringum mig og yfirleitt er ég alveg 8-villt nema hér heima, þó eru undantekningar þar sem sést til sjós, þá á ég meiri séns.
Út fjörðinn og fram fjörðinn vafðist lengi vel fyrir mér, og er í raun enn að trufla mig. Ég var alltaf á leiðinni útá flugvöll, þá var ég leiðrétt og bent á að ég væri á leiðinni fram á flugvöll. Eins sagðist ég alltaf vera á leiðinni út í sveit en þar sem sveitin var Höskuldsstaðir sem staðsettir eru fram í firði var ég á leiðinni fram í sveit.
Eitt sem ég hef enga skýringu á er þegar við Akureyringar tölum um uppá brekku, burtséð frá því hvort þú sért staddur niður á eyri að uppi í þorpi! Eins erum við alltaf á leiðinni uppá sjúkrahús, þar er sama sagan, það er alveg sama hvar við erum stödd á Akureyri þá erum við á leiðinni uppá sjúkrahús. svo er það inn í innbæ! hvað er það...
Þrátt fyrir þessa sérvisku okkar Akureyringa þá er ég alltaf stolt þótt það sé verið að gera létt grín af mér og ár-8 minni að tala í 8-um. Mig langaði að upphefja ár-8-una og festa hana á striga svo aðrir njóti hennar með mér.
Vonandi komast flestir..sjáumst hress....

laugardagur, 20. september 2008

Sýningar...Sýningar

Verð nú bara að minnast aðeins á sýningu sem ég tók þátt í, í sumar. Staðfugl Farfugl hét hún og var um allan Eyjafjörð. Við Grálistar tókum að sjálfsögðu þátt í þeirri sýningu, einnig tóku sum okkar þátt á eigin vegum. Þessi samsýning var haldin af Georg Hollanders og Víðáttu, þarna komu fram hinir ýmsu listamenn frá hinum ýmsu löndum. Frá mér séð fannst mér alveg frábært að fá að taka þátt í sýningu af þessari stærðargráðu og mikill heiður.
Mín verk voru utan á Djúpárvirkjun en þar var Krumminn allsráðandi. Ekki amalegt að sjá krumma í mynd og svo heimaparið úr gilinu þar sem virkjunin er.

Myndirnar voru þrjár, miðillinn var ljósmynd á segl.

Minni á næstu sýningu....1. nóvember í populus tremula.

sunnudagur, 24. ágúst 2008

Grálist eingin smálist


Sýningin Grálist engin smálist stendur nú í Deiglunni og verður til sýnis þar fram yfir Menningarvöku. Við Grálistar erum auðvitað mjög sátt við hvernig tiltókst með þessa sýningu, erum alltaf jafn hissa þegar við komum saman úr sitthvoru horninu og sjáum niðurstöðuna, höfum ekki hingað til orðið fyrir vonbrygðum.
Enn eru umræður um hvort eitthvað skemmtilegt verði gert á menningarvöku í okkar nafni...verður bara að koma í ljós.

mánudagur, 4. ágúst 2008

Næsta sýning


Laugardaginn 16 ágúst opnar Glálist sýninguna "Grálist engin smá list".

Í dag er ég alveg á fullu að mála fyrir sýninguna og hlakka mikið til að taka þátt. Við verðum líklega 16 Grálistar sem tökum þátt að þessu sinni, alltaf gaman að vera mörg saman. Þessu sýning er hálfgert framhald af sýningu sem við vorum með fyrir jól í DaLí gallerý en sú sýning hét
"Grálist með smálist" en þar mátti ekkert verk vera yfir 20x20 cm, aftur á móti mega engin verk vera undir 100x100 cm þann 16.

Hvet sem flesta að mæta á þessa sýningu......

fimmtudagur, 19. júní 2008

Loksins loksins

þá er ég loksins búin að opna síðu í mínu nafni.... Ég tek þó skýrt fram að ég er ekkert að fara að blogga neitt að ráði, hérna verður að mestu að finna þá listviðburði sem ég tek þátt í hvort sem þeir eru einkasýningar eða samsýningar.
Vonandi hafið þið gaman af.